ÁSDÍS HALLA LÆRIR HUGLEIÐSLU Í JAPAN

  Ásdís Halla og lærimeistari hennar í Japan.

  Ásdís Halla Bragadóttir rithöfundur, fyrrum bæjarstjóri í Garðabæ og forstjóri Byko, flaug 9.000 kílómetra til fundar við Takafumi Kawakami til að læra af honum hugleiðslu í Shunkoin hofinu í Jyoto í Japan.

  “Þjáningin er mikilvægari er hamingjan,” var það fyrsta sem hann sagði við hana.

  “Forviða leit ég á hann og velti fyrir mér hvort ég hefði betur haldið mig heima.”

  “Vissulega er hamingjan ágæt”, bætti hann við ,,en sannleikurinn er sá að henni fylgja aukaverkanir eins og stöðnun. Þjáningin hefur hins vegar jákvæðar aukaverkanir vegna þess að hún er drifkraftur breytinga. Þeir sem eru svo uppteknir af því að upplifa hamingjuna búa í óraunverulegri sápukúlu. Allt í kringum okkur í þessum heimi er þjáning. Við eigum að rækta samkenndina og skynja þessa þjáningu. Finna leiðir til að lina þjáningar annarra og bæta þannig samfélagið. Ef maður getur ekki bætt líf þeirra sem þjást verður maður svo umvafinn þjáningu að ekki er annað hægt en að þjást – jafnvel þó að maður leiti allra leiða til að finna hamingjuna.”

  “Svo mörg voru þau orð. Ég verð komin heim fyrir helgi og ef þið sjáið mig á röltinu er ég örugglega að leita uppi þjáninguna.”

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinPHIL COLLINS (68)
  Næsta greinSAGT ER…