ÁRMANN SKOÐAR HEIMINN

  Ármann Reynisson gengur, fyrsta sinn, í æðavarp í Hrísey á Breiðafirði með Jóni Sveinssyni, fv. herforingja í konunglega Norska herflotanum og núverandi æðariðnrekanda á alþjóðlega vísu. Jón býr í Riga, Lettlandi ásamt konu og 10 ára syni. Aðal dúnsöfnunin er á eyjum í Hvíta hafinu og eyju í Barentshafi, báðir staðirnir tilheyra Rússlandi. Þá hannar Jón sjálfur silki, dúnsængur og dúnfatnað,, framleiðir og selur í fínustu verslunum í Moskvu, Tokyo, Tawain, Suður Kóreu og víðar. Það er meiruháttar upplifun og sport að gangan í varp og njóta náttúrunnar og fuglalífsins í leiðinni.

  Á vorin fer Ármann Reynisson í árvissan leiðangur, rúma viku, um ákveðin héruð landsins. Í þessum ferðum safnar hann fróðleik, hittir áhugavert fólk, ekki fjölmiðastjörnur, gengur um og fær tilfinningu fyrir stöðunum sem heimsóttir eru. Í byrjun júní s.l. heimsótti vinjettuhöfundurinn Strandir, Reykhólasveit og Dalina. Árangur ferðarinnar kemur fram í vinjettum XX sem höfundurinn er að skrifa í sumar og verða útgefnar í september 2020. Í leiðangri sem þessum fær Ármann hugmyndir af 10 – 15 vinjettum af 43 sem eru ávallt í hverri bók.

  Á alþjóðlegu listsýningu í gömlu verksmiðjunni í Djúpavík á Ströndum. Ármann Reynisson á opnuninni ásamt Evu Sigurbjörnsdóttur oddvita Árneshrepps á Ströndum og frumkvöðull að byggja upp hótelrekstur á Djúpuvík ásamt Ásbirni Þorgilssyni eiginmanni sínum.
  Á alþjóðlegri listsýningu, 24 erlendir listamenn, í gömlu verksmiðjunni, byggð 1938, í Djúpavík á Ströndum. Ármann Reynisson á opnuninni ásamt Magnúsi Karli Péturssyni hótelstjóra.
  Hótel Djúpavík. Þar dvaldist vinjettu höfundurinn, í góðu yfirlæti, meðan á heimsókninni á Strandir stóð. Ármann Reynisson telur hótelið eitt það þjóðlegasta á Íslandi. Þar er frábær matreiðsla með innlent hráefni. Ármann mælir með helgarheimsóknum þangað. Öðruvísi lifun en á öðrum sveitahótelum landsins.
  Djúpavík á Ströndum, th. Hótel Djúpavík og tv. gamla verksmiðjan, byggð 1938.
  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinDONALD TRUMP (73)
  Næsta greinKLOPP (52)