ANGIST INGU – “MÉR ER SVO KALT”

    Inga Björk: Bíð úti á meðan, alein, að deyja úr kulda. Í alvöru. Þetta á ekki að vera svona.

    “Beið úti í 20 mínútur í biluðum kulda eftir  strætó. Vagninn sem kemur án aðgengis. Miðað við að þið segið að þetta séu örfáir vagnar án ramps þá er ég alveg einstaklega óheppin því þetta gerist í ca. annað hvert skipti sem ég tek strætó. Hálftími í næsta vagn,” segir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir fyrirlesari, listfræðingur og aktívisti. Inga Björk er þekktust fyrir baráttu sína fyrir réttindum fatlaðs fólks.

    “Hringdi í Hreyfil. Enginn leigubíl með aðgengi á vakt. Jafnréttisparadísin Ísland. Aðstoðarkonan mín er að taka leigubíl heim til mín að sækja bílinn minn sem er semi óökufær og á leið á verkstæði. Bíð úti á meðan, alein, að deyja úr kulda. Í alvöru. Þetta á ekki að vera svona. Er ásættanlegt að fatlað fólk bíði í klukkutíma úti eftir að komast heim til sín? Strætó finnst það. Eftir þessa endurteknu uppákomu er krafan að vagnarnir fari úr umferð. Þetta er ekki í lagi. Mér er svo kalt og skórnir blautir í gegn. Loudly crying face, síminn kominn í 1% en Bára Dís á leiðinni.”

    Auglýsing