ANDLÁT: VÍKVERJI MOGGANS

    Af fjölmiðlavaktinni

    Fáir virðast hafa tekið eftir því að Morgunblaðið er hætt að birta Víkverja, einn elsta skoðanadálk blaðamanna þar á bæ. Líklegt er að fáir hafi saknað Víkverja og því hafi andlát hans ekki vakið sérstaka athygli.

    Blaðamenn Morgunblaðsins skiptust á um að skrifa Víkverja, sem birtist daglega alla virka daga. Mest var þetta almennt hjal um líðandi stund. Fyrir daga internetsins átti Víkverji þó oft spretti sem vöktu umtal og sterk viðbrögð. Síðustu árin hafa skrifin á köflum verið fremur þreytileg, meira eins og að fylla upp í plássið af skyldurækni.

    Víkverji var sjaldnast með umdeildar skoðanir. Þær voru og eru fráteknar fyrir Staksteina Morgunblaðsins, sem sýnir vinstri mönnum pólitíska fingurinn ótt og títt.

    Auglýsing