ÁNÆGÐUR ALMANNATENGILL EN…

    Andrés og sjónvarpsfréttastjörnur Stöðvar 2.

    “Mjög áhugavert skref. Skynsamlegt hjá þeim að aflétta bindingu á áskriftinni,” segir Andrés Jónsson almannatengill um þá ákvörðun Stöðvar 2 að læsa sjónvarpsfréttatímanum og hafa eingöngu fyrir áskrifendur.

    “Það sem kannski vantar hjá þeim núna er áskrift sem er bara að fréttatengdu efni. Mætti kosta kannski 2-3.000 kr. Margir, þar á meðal ég, eru nú þegar að borga 1.000-3.000 kr á mánuði fyrir erlenda fréttamiðla. Örugglega einhver hópur sem vill borga fyrir það hér. Held samt að það þyrfti að vera meira í pakkanum en bara línulegi fréttatíminn. Eitthvað fréttaefni sem maður fær ekki annars.”

    Auglýsing