ÁN HEIÐARLEIKA ERU GÁFUR OG DUGNAÐUR EINSKIS VIRÐI

  Warren Buffett er þektur amerískur fjárfestir sem hefur getið sér gott orð ekki bara hvað varðar árangur i fjárfestingum heldur líka hvað varðar speki og föðurlegar ráðleggingar. Hann hefur sagt að hann lesi 500 blaðsíður af uppbyggilegu efni á hverjum degi til að fylgjast með þróun heimsins,

  Hann hefur verið einstaklega glúrinn að við að fjárfesta í arðbærum fyrirtækjum. Þeir hafa skiptst á að vera ríkastir hann og Bill Gates. Reyndar hefur það breyst en þeir eru oftast í topp 5.

  Það sem hann skoðar alltaf er hver stjórni. Hann segir: “Eftir höfðinu dansa limirnir.” og “It is difficult to teach young dogs old tricks.” (það er erfitt að kenna ungum hundum gamla siði”.

  Hann hefur líka sagt: “You look for 3 things in a person. intelligence,energy and integrety. If they don´t have the last one dont even bother with the first two” (Maður leitar að þrem eiginleikum hjá fólki, gáfum, elju/krafti og heiðarleika. Ef þeir hafa ekki þriðja kostinn gleymdu þá fyrstu tveim (þeir skipta þá ekki máli).

  Eins segir hann: Hvort heldur sem þú stjórnar stóru eða litlu fyrirtæki skaltu stöðugt vera að hugsa um gæði, góða þjónustu og stöðugleika. Uppfylla kröfur og væntingar viðskiptavinarins. Til þess að uppfylla það þarf að hugsa vel um starfsfólkið því það er í návígi við kúnnana. Ef starfsfólkinu líður vel hefur það ánægju af því að vinna vinnuna sína.

  Áfram veginn…!

  Auglýsing