AMMA BINNA NEITAR AÐ FARA Á ELLIHEIMILI

    “Amma neitar að fara inn á elliheimili. Ástæðan? Hún var að kaupa sér 500 þúsund króna rúm og samkvæmt útreikningum hennar þá þarf hún að sofa í því í 5 ár til að borga það upp. Semsagt; hún er búin að reikna út hvað svefn kostar,” segir Binni Rögnvalds.

    Binni  gaf  út plötuna A Little Trip með frumsömdum lögum og textum árið 2011. Hann hefur spilað inn á ýmsar plötur, þar á meðal fyrir rapparann Ramses, og tekið þátt í allskonar tónleikum og giggum í gegnum árin. Þá tók Binni þrisvar sinnum þátt í Söngvakeppni framhaldsskólanna, ávallt með frumsamin lög. Hann er sonur Hrannar og Rögga Valbergs tónlistarkennara og organista, alinn upp á Króknum og býr þar í dag.

    Auglýsing