ALVÖRU HLJÓMUR Á RÚV

Frá Sögu á RÚV - óvænt uppákoma.
Ríkisútvarpið datt heldur betur í lukkupottinn þegar því datt í hug, öllum að óvörum, að ráða útvarpsmann af Útvarpi Sögu á fréttastofuna. Markús frá Djúpalæk hefur um árabil verið hryggjarstykkið í dagskrá Útvarps Sögu en nú hljómar notaleg og kunnugleg rödd hans í fréttatímum RÚV greiðendum afnotagjaldanna til ánægju og jafnvel léttis.
Markús kann að tala í útvarp en það verður ekki sagt um alla nýju ríkissamstarfsmenn hans. Markús er verðugur arftaki Brodda Broddasonar sem kominn er á eftirlaunaaldur. Alvöru hljómur.
Auglýsing