Þessi stytta stendur við Flókalund á Barðaströnd og vekur athygli og undrun ferðamanna sem vita þó ekki meir. En það veit Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum og deilir vitneskju sinni:

“Kölluð Pennukarlinn eftir ánni sem hún stendur við. Reist af brúarsmiðum 1958. Prýðis dæmi um alþýðulist þess tíma en sagan segir að karlin beri sterkt svipmót af einum smiðanna, Gísla Gíslasyni frá Hvammi á Barðaströnd.”