ALMENNIR BJÁNAR

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Allir launþegar eru skyldaðir til að borga mikla peninga í lífeyrissjóði.

  Almenningur hefur enga burði til að gæta eigna sinna í sjóðunum. Einstaklingur sem valdi sjóð sem leit vel út þegar hann var þrítugur situr uppi lífeyrislaus nú þegar hann varð sjötugur. Á þessum aldarhelmingi hafa atvinnurekendur haft beina aðild að stjórn sjóðsins en ekki eigendur hans.

  Steini skoðar myndavélina.

  Við sáum þetta þegar höfuðpaurinn í VR ætlaði að segja sínum stjórnarmönnum í Lífeyrissjóði Verslunarmanna fyrir verkum. Þá var honum sagt að þeir stjórnuðu sér sjálfir og enginn mætti skipta sér af verkum þeirra. Þeir mættu tapa milljörðum á Icelandair og yrðu bara hækkaðir í launum af vinum sínum fulltrúum atvinnurekenda.

  Því er náttúrulega haldið fram að almenningur sé samansafn af bjánum sem geti ekki stjórnað eigin peningum og það verði að hafa ofurlaunaða einstaklinga til að tapa þeim fyrir verkalýðinn. Annað myndi náttúrulega koma niður á atvinnulífinu og burgeisarnir sem eru nú bjargvættar þessa þjóðfélags myndu lækka í launum.

  Auglýsing