Steini pípari sendir myndskeyti:
–
Stjórnarfrumvarp sem átti að afgreiða af núverandi stjórn náðist ekki í gegnum þingið á fjórum árum! Mjög takmarkaður áhugi VG að láta á það reyna.

Aðferðin var einföld. Ráða mjög öfgasinnaðan umhverfissinna til að búa til frumvarp sem ekki var séns að afgreiða. Enda snerist friðunin aðeins af því að loka aðgengi að hálendinu.
Almenningur stöðvaði framgang vitleysunnar. Þetta tryggði VG að koma aftur með þetta sem kosningamál sem er það eina sem þeir hafa upp á að bjóða. Þetta sjá allir nema þeir sem styðja VG.
Ef sama stjórn heldur velli verður þetta fyrsta frumvarpið sem verður samþykkt á þeim bænum.