ALLT SEM ÞÚ VISSIR UM BAKVERKI ER RANGT

  Kostnaður vegna bakverkja í heiminum er meiri en kostnaður vegna meðferðar krabbameins og sykursýki,” segir Björn Hákon Sveinsson sjúkraþjálfari hjá Heilsuborg og formaður Samtaka um bíllausan lífstíl.

  Björn Hákon

  “Myndgreiningar af hrygg eru mikið notaðar en hjálpa sjaldnast. Nánast allir upplifa bakverki einhverntímann á lífsleiðinni. Kvíði, streita, erfið sambönd, slæm lífsreynsla og svefnleysi geta haft afgerandi áhrif á bakverki. Allar tilraunir til að koma í veg fyrir bakverki með líkamsstöðu og líkamsbeitingu hafa mistekist. 85% allra bakverkja hverfa á fyrstu 3 mánuðunum frá byrjun þeirra. 15% þróa með sér langvarandi bakverki. Líklegast til árangurs eru rétt viðbrögð við upphaf verkja og þannig þróa færri með sér langvarandi vandamál. Trúðu á eigin líkama, ekki hræðast hreyfingu, hvíld hjálpar ekki nema fyrstu dagana eftir upphaf verkja.”

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSAGT ER…