ALLT HÆKKAR Í BÓNUS

  Sherry fylgist vel með verðlagi.

  “Var að versla i bónus og tók eftir því að nokkrir hlutir hafa hækkað. Bónus skinkan sem kostaði 219 kr. fyrir nokkrum vikum komin upp í 269 kr. Nocco sem kostaði 245 kr. kostar núna 260 kr. og svona heldur þetta áfram,” segir Sherry Lynn Cormier. Aðrir taka undir með Sherry.

  Berglind Silja Aradóttir: “Jebb, þessi skinka kostaði 198 kr. í janúar.”

  Æsa Ingólfsdóttir: “Hef einmitt alltaf keypt græna mozzarella rifna ostpokann því hann var ódýrari en hinir, og undir 400 kr. Keypti í gær, reyndar í Krónunni, og hann var á 432 kr. og ekki langt frá hinum í verði lengur.”

  Sveinn Valgeirsson: “Barnetts hálstöflur kostuðu 329 kr. í Bónus í síðustu viku en í dag 357 kr. Kostuðu 319 kr. í janúar.”

  Addý Ingadóttir: “Whiskas kattamatur hefur hækkað úr 75 kr. í 85 kr. Ali kæfa hefur hækkað úr 329 kr. í 357 kr.”

  Auglýsing