ALLIR VILJA Í VERBÚÐ VERA

    Sagnfræðingur sendir póst:

    Gunnar Smári sósíalistaforingi situr við tölvuna og hamast við að endurskrifa söguna út frá sjálfum sér. Þegar sjónvarpsserían Verbúðin fjallar um blaðamennsku á 9. áratug er hann orðin upphaf og endir íslenskrar fjölmiðlunar. Hann minnist m.a. á blað sitt Eintak, Morgunpóstinn, Pressuna ofl. (en það gerir einnig Mikhael Torfason handritshöfundur í viðtali, sem ,,geggjað stöff“ – “…þegar við vorum að skrifa Verbúð komu brot upp í hugann, minningar um fréttir sem þarna var að finna og svo voru hæg heimatökin að slá því upp á timarit.is. Þá var ég aftur kominn í þessi blöð sem ég var svo mikill aðdáandi að og þekkti vel.“)

    En tilfellið er að þessi blöð komu út um miðbik 10. áratugarins en ekki á þeim árum sem Verbúðin fjallar um. Þá var Gunnar Smári óbreyttur blaðamaður á DV undir handleiðslu Jónasar heitins Kristjánssonar eins og svo margir.

    Auglýsing