NÚNA EIGA ALLIR AÐ VERA GALLALAUSIR

  Jón er liðtækur í eldhúsinu - hér á öðru heimili sínu í Flórída.
  “Þegar ég var barn norður í Vatnsdal í Húnavatnssýslu var það eitt sinn að ég stóð undir vegg alveg fokillur og brúkaði kjaft því ég hafði verið skammaður höstuglega og fannst það ósanngjarnt,” segir Jón Hjartarson eldri borgari kenndur við Húsgagnahöllina:
  “Þá sagði gömul kona á bænum við mig; “geturðu ekki borið gallana þína Jón minn”.
  Þetta var lexía og 8 ára barnið skildi það að mannfólkið mátti hafa galla. Aðalatriðið var að reyna að bera þá.
  Nú á tímum ársins 2022 má enginn hafa neina galla.”
  Auglýsing