ALGJÖRT MALBIK

  Malbik heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Eftir höfðinu dansa limirnir. Ef stjórnmálamenn gera mistök segjast þeir verða dæmdir í kosningum þegar málið er löngu gleymt og önnur sjónarmið en mistök þeirra ráða valinu. Í þessu skjóli eru embættismenn. Enginn þarf að sæta ábyrgð.

  Steini pípari

  Nýlagt malbik er lífshættulegt. Umkvartanir koma fram á Netinu og ótrúlegt ef Vegagerðin fær ekki vitneskju um það. Tveir deyja og hvað svo? Það var öðrum að kenna. Þarna var eftirlitsaðili og verktaki og vegamálastjóri er ábyrgðarlaus. Fékk hann ábendingar um slysagildruna og brást ekki við? Hann ber einnig ábyrgð á sínu starfsfólki. Fékk það vitneskju og lét hann ekki vita?

  Stofnun sem veit af almannahættu á sínu starfssviði getur ekki skýlt sér á bak við aðra. Henni ber skylda til að bregðast við. Ef svo er þá er um ámælisvert aðgerðarleysi að ræða sem hefur kostað mannslíf.

  Auglýsing