ÁLFASALAN KLIKKAÐI – BEIN ÚTSENDING

Björg og Sigmar.

Föstudaginn 4. desember næstkomandi verður söfnunarþáttur SÁÁ í beinni útsendingu á
RÚV undir yfirskriftinni “Fyrir fjölskylduna”. Stjórnendur þáttarins verða þau Björg
Magnúsdóttir og Sigmar Guðmundsson og munu þau taka á móti góðum gestum þar sem
áfengis- og vímuefnifíknin verður rædd á opinskáan hátt út frá sjónarhóli alkóhólistanna en
ekki síður aðstandenda þeirra. Leitað verður til almennings um að styrkja SÁÁ í símasöfnun
til að geta boðið áfram upp á viðeigandi þjónustu fyrir sjúklinga og aðstandendur.

Tekjur dregist saman

Fíknisjúkdómur er ekki einkamál viðkomandi einstaklings heldur sjúkdómur sem hefur áhrif á marga í hans nærumhverfi. “Við leitum nú til almennings um fjáraðstoð til að geta haldið
áfram því gríðarlega mikilvæga starfi sem unnið er hjá samtökunum bæði fyrir sjúklinga og
ekki síður fyrir börn og aðra fjölskyldumeðlimi,” segir Einar Hermannsson, formaður SÁÁ og
bætir við: “Áhrifin af Covid19 hafa valdið tekjusamdrætti. Við gátum t.d. ekki staðið fyrir
með Álfasölunni í ár en hún er afar mikilvæg tekjulind. SÁÁ er sjálfseignarstofnun sem reiðir sig að miklum hluta á sjálfsaflarfé. Stuðningur almennings er því nauðsynlegur til að stytta biðlista og gera samtökunum kleift að taka á móti fólki í neyð.”

Mikilvægast fyrir fjölskylduna

Valgerður Rúnarsdóttir er yfirlæknir á Vogi. Hún leggur áherslu á málið snúist ekki bara um
sjúklingana, heldur einnig aðstandendur. “Það er mikilvægast fyrir fjölskylduna að sá veiki fái aðstoð sem fyrst,” segir Valgerður og bætir við að um 25.000 komur eru árlega á göngudeildir SÁÁ. “Við erum með sérstök úrræði fyrir fjölskyldur og fyrir foreldra ungra einstaklinga í neyslu. Einnig bjóðum við upp á sérúrræði fyrir börnin.”

Þau Einar og Valgerður benda á að sálfræðiþjónustu SÁÁ fyrir börn alkóhólista sé mikilvægt skref í því að hjálpa börnum þeirra að takast á við erfiðleika sem fylgja því að búa við áfengis- og vímuefnavanda. “Á hefðbundu ári sækja um 650 foreldrar ólögráða barna í meðferð á sjúkrahúsið Vog og má þannig ætla aða.m.k. 1000 börn eigi foreldra sem fara í meðferð á ári hverju,” segir Valgerður.

540 manns bíða nú eftir aðstoð

Mikilvægt skref er stigið með því að auðvelda einstaklingum að komast í meðferð, að sögn
Einars, en núna bíða um 540 manns sem óskað hafa eftir aðstoð hjá SÁÁ. “Slíkt tryggir
möguleika viðkomandi á endurnýjaðri virkni í samfélaginu og þátttöku í daglegu lífi, bæði
innan sem utan heimilis. Það er okkar skoðun að það sé hagur allra að sá einstaklingur sem
vill og þarf að fara í meðferð, komist í hana sem fyrst. Það gengur ekki að okkar mati að
sjúklingar þurfi að bíða lengi eftir að fá hjálp, hvorki fyrir sjúklingana sjálfa né heldur
fjölskyldur þerirra,” segir Einar.

Áhrifaríkur en skemmtilegur þáttur framundan

Í sjónvarpsþættinum á föstudag verða birt áhrifarík viðtöl við sjúklinga og aðstandendur sem lýsa reynslu sinni en líka boðið upp á skemmtiatriði. Sagðar verða sögur af fólkinu sem þekkir sjúkdóminn af eigin raun og talað verður við sérfræðinga hjá SÁÁ. Þrátt fyrir að málefnið verður þó líka slegið á létta strengi en þar munu þjóðþekktir einstaklingar leggja málefninu lið

Auglýsing