ALDREI GEFAST UPP – ALDREI!

  Í síðasa pistli mínum sagði ég ykkur frá kvæðinu góða “Don´t Quit” eða “Ef illa gengur ” sem er íslenska þýðingin á því. Það er nefnilega smá framhald á boðskapnum sem mig langar til að deila með ykkur.

  Það sem gerðist var að á þessum árum greip ég á lofti allt sem hvatti mig áfram í endalausri baráttu, nóg var nú af verkefnunum: Amma Lú, Glaumbar, Skuggabar, Kaffibrennslan og alls konar hvatvísi sem kostaði blóð svita og tár.

  Á vegi mínum varð fræg tilvittnun í Winston Churchill þegar hann sagði “Never, never, never quit” – “If you are going through hell just keep on going”. Svo var önnur tilvitnun í ónefndan sem sagði “Quitters never win, winners never quit”.

  Að lokum varð á vegi mínum annað kvæði sem passaði sem framhald við kvæðið góða og úr varð þessi rulla:

  NEVER, NEVER, NEVER QUIT
  QUITTERS NEVER WIN, WINNERS NEVER QUIT,

  WHEN OUR LIFE SEEMS TO TAKE A ROUGH OR WRONG TURNING
  IT´S GOOD TO REMEMBER THAT WE MIGHT JUST BE EARNING
  A HIGHER REWARD FOR THE LESSON WE´R LEARNING

  SO INSTEAD OF COMPLANING QUITTING AND CRYING
  BLAMING OUR SELFS AND MOANING AND SHIGHING
  WE SHOULD TRUST IN THE LORD AND JUST KEEP ON TRYING

  FOR THE HARD TIMES ARE ONLY A WAY TO START GROWING
  AND IF GOD IS TESTING US IT´S OUR ONE WAY OF SHOWING
  THAT WHEN THE GOING GETS TOUGH, THE TOUGH GET GOING

  Enn og aftur fékk ég Krisján Hrafnsson til að þýða fyrir mig og hér er hans
  útgáfa; tær snilld.

  Ef lentur í mótlæti missir þú fóta
  þá mundu að reynslan sem þú ert að hljóta
  mun ef til vill vitrari mann úr þér móta.
  Í stað þess að gefast upp, kvarta og kveina
  og kveljandi gremju að sjálfum þér beina,
  treyst ætíð á Drottinn, halt áfram að reyna.
  Við þrautir og hindranir þroskast þú getur,
  með þeim Guð þér krefjandi verkefni setur,
  því mótbyr til dáða hinn djarfa mann hvetur.

  Aldrei, aldrei, aldrei gefast upp. Þeir sem gefast upp sigra aldrei. Þeir sem sigra gefast aldrei upp.

  Áfram Ísland.

  Auglýsing