AKUREYRI TAPAR Á ÖLDRUÐUM

    Velferðarráðuneytið fellst ekki á það að greiða upp uppsafnað tap Akureyrarbæjar á öldrunarheimilunum Hlíð og Lönguhlíð árin 2012-2016 ásamt rekstrartapi ársins 2017.

    Akureyrarbær fór fram á að fá þetta tap greitt að öðrum kosti taki ríkið yfir rekstur öldunarheimilanna  þegar að rammasamningur Sjúkratrygginga og öldrunarheimilanna rennur út í árslok 2018.

    Í svari  Velferðarráðuneytisins til Akurerarbæjar kemur fram að Akureyrarbær hafi tekið ákvörðun um að borga með rekstrinum og stjórnendur verði að haga rekstri þeirra  með tilliti til framlaga frá Sjúkratryggingum.

    Auglýsing