ENGINN ÁHUGI Á MR. TILLERSON

  Erlenda deildin:

  Ef marka má Twitter færslu bandaríska sendiráðsins þá er ekki mikill áhugi á beinni útsendingu með bandaríska utanríkisráðherranum Rex Tillerson. Þremur tímum eftir að tvít sendiráðsins birtist hafði ekki einn einasti “lækað” færsluna – ekki einu sinni starfsfólk sendiráðsins eða sérlegir áhugamenn um bandarísk utanríkismál.

  Sjálfsagt má rekja þetta áhugaleysi til þess sem Donald Trump hefur áorkað í forsetatíð sinni á tæpu ári. Hann er búinn að grafa svo hressilega undan bandaríska stjórnkerfinu að venjulegt fólk heldur sig til hlés.

  Ráðherrarnir sem hann hefur valið, á borð við utanríkisráðherrann, eru annaðhvort sömu gerðar og hann eða neyðast til að enduróma tal og skoðanir Donald.

  Áhugamaður um bandarísk stjórnmál um áratugaskeið orðaði það sem svo:

  “Í raun er ekki hægt að halda uppi skynsamlegri umræðu um bandarísk stjórnmál meðan þetta fár stendur yfir og eina valið er að bíða.”

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSVART SVÍNARÍ
  Næsta greinSAGT ER…