AFSÖKUNARBEIÐNI STEINA PÍPARA TIL ÁSLAUGAR ÖRNU

  Steini pípari biðst afsökunar:

  Í grein minni hér í gær urðu mér á þau mistök að blanda  Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra inn í klúðrið í talningum í Norðvesturkjördæmi.

  Alþingi kýs yfirkjörstjórn og ef eitthvað fer úrskeiðis í málinu þá er það Alþingis að leiðrétta það.

  Ég vil biðja Áslaugu Örnu dómsmálaráðherra innilegrar afsökunar á því að hafa að ósekju blandað henni inn í þetta sorglega ferli sem þjóðin er að upplifa.

  Ps. ÖSE var búinn að aðvara Alþingi við því að þetta fyrirkomulag, sem hvergi er viðhaft í vestrænum heimi, gangi alls ekki.

  Auglýsing