ÁFNGISSALA Í SJOPPUNNI Á GEYSI

    Á Geysi í Haukadal eru menn framsýnir og jafnvel á undan samtímanum. Í glæsilegri verslunar – og veitingamiðstöð þar sem gamla bensínsalan var áður er selt áfengi sem stillt er upp í hillur við hliðina á samlokum, súkkulaði, djúsum, gosdrykkjum. og öðru sem selt er í vegasjoppum. Fyrir utan eru svo bensíndælan sem fyrr.

    Þarna er hægt að fá bjór í kippum og við kassann er standur með sterkum drykkjum í smáflöskum sem viðskiptavinir geta kippt með sér eins og tyggjó eða rafhlöður væru í Bónus.

    Túristarnir kunna að meta þetta enda vanir úr heimahögum. En sveitamenn eins og Íslendingar reka upp stór augu. Geysismenn eru, líkt og aðrir landsmenn, búnir að bíða allt of lengi eftir löggjafanum og gera þetta því bara sjálfir. Til fyrirmyndar.

    Auglýsing