AFMÆLI Í SÓTTKVÍ

  Bergþór og besta afmælisgjöfin.
  Bergþór Ólason, landsfrægur þingmaðir Miðflokksins, hét upp á afmæli sitt í dag í sóttkví; 45 ára og þakkaði fyrir sig á Veraldarvefnum:
  Kæru vinir, takk fyrir allar kveðjurnar sem þið hafið skilið eftir hjá mér í dag. Það er svolítið skrítið, en ekki alslæmt, að verja 45. afmælisdeginum í sóttkví, frelsið væri samt betra. Sóttkvíin er tilkomin af því að ég skaust til Berlínar að líta til með Lottu Ósk og er nýkominn heim. Dagurinn hefur verið undirlagður af flokksráðsfundi Miðflokksins, símtölum og því að búa til verkefni til að fresta því verki sem ég ætla mér þó að klára á meðan ég er í sóttkví, sem er að taka til í bílskúrnum.
  Lotta Ósk gaf mér þessa fínu perlumottu, sem hún gerði sjálf, í afmælisgjöf og póstkortið hennar er alveg extra fínt.
  Takk aftur fyrir kveðjurnar, þetta er rétt að byrja.
  Auglýsing