“Yfir 20% íbúa miðborgarinnar hefur ekki aðgang að bíl samkvæmt könnunum. Ef eini staðurinn sem hægt er að kaupa sér léttvín og bjór fyrir íbúa miðborgarinar verður útá Fiskislóð eða Kirkjusandi einsog ÁTVR fólkið er að pæla í, þá treysti ég því að kjörnir fulltrúar láti í sér heyra,” segir sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn.
“ÁTVR hefur reynst vera mjög öflugur liðsmaður okkar sem viljum að léttvín og bjór verði selt í matvöruverslunum. Slíkt myndi styrkja sjálfbærni hverfa og kaupmanninn á horninu.”