AF HVERJU EGG Á PÁSKUM?

  Af hverju ,,egg” á páskum?,” spyr Ragnar Önundarson fyrrverandi bankastjóri og samfélagsrýnir í morgunsárið og heldur svo áfram:

  “Menn hafa frá fornu fari veitt því athygli að í eggi verður til nýtt líf. Það er ,,umbreyting” sem gerist í innilokun.

  Ragnar Ö.

  Páskarnir eru bæði tàknrænt upphaf (getnaðartími) Jesú og endir (dauðastund) hans. Upphaf og endir, alfa og omega. Eggið táknar að nýtt líf hefur kviknað. Nýtt upphaf, líf Jesú hefst. Hann færði mönnunum Samviskuna, skv. kristinni trú. Með því kom hann á Andlegu jafnvægi, sem var ein megináhersla fornkirkjunnar. Hver maður skyldi læra að taka ábyrgð à sínu andlega jafnvægi. Starfi hans (og lífi) lauk svo við jafndægur á vori, þegar hin eilífu átök ljóss og myrkurs voru í jafnvægi.

  Athyglisvert er að það fyrsta sem hann gerir er að fara í ferðalag í Suð-vestur, frá Betlehem til Egyptalands, sem er sú stefna sem sólin er í þegar nýr sólargangur hefst við vetrarsólstöður. Hliðstæða er í síðasta ferðalagi hans, frá Ceasareu Filippí til Jerúsalem. Stefnan er sú sama, í SV, sem er líka sú stefna sem sólin er í þegar sólarganginum lýkur. Hann er ,,ljósið” og nú er það að renna sitt jarðneska skeið á enda. Eftir líkamsdauða Jesú lifir ,,ljós” hans í Anda sérhvers kristins manns, í formi Samviskunnar.

  Þessi tákn verðum við að skoða með hliðsjón af ritunartíma ritningarinnar. Enginn botn fæst í forn rit án þess. Þetta var það tjáningarform sem hentaði á þeim tímum.”

  Auglýsing