ÆVISAGA KLÓNHUNDSINS SAMSONAR ÓLAFSSONAR MOUSSAIEFF

    Út er að koma bók þar sem rakin er ævisaga forsetahundsins Samsonar Ólafssonar Moussaieff. Bókin heitir Klón, er mynda – og ljóðasaga og sögð bráðfyndin og nístandi þar sem fjallað er um ábyrgð mannsins gagnvart lífinu á jörðinni, um dauða og endurfæðingu
    Klón: Eftirmyndasaga er bráðfyndin og nístandi ljóðsaga um ábyrgð mannsins gagnvart lífi á jörðinni, um dauða og endurfæðingu.
    Höfundar eru Ingólfur Eiríksson og Elín Edda en þau er hægt að hitta í útgáfuteiti Forlagsins á Fiskislóð 39, fimmtudaginn 25. febrúar kl. 16:30. Hundar eru sérstaklega velkomnir en ekki er vitað hvort klónhundurinn Samson mætir með eigendum sínum.
    Auglýsing