ÆVINTÝRALEG HÆKKUN Á ÁVAXTASAFA Í COSTCO

  Haraldur V. Sveinbjörnsson keypti vinsælan ávaxtardrykk í Costco þegar verslunin opnaði. Núna kostar fernan 300 krónur.

  “Ef ég man rétt voru 4 saman í pakka á undir 700 krónur fyrir skömmu. Hvað gerðist?”

  Fleiri viðskiptavinir taka undir:

  “Ég hætti að kaupa þetta. Þetta var á góðu verði þegar verslunin opnaði. Ég hætti að kaupa hluti þegar mér ofbjóða óeðilegar verðhækkanir. Það er komin íslenskur aðstoðarverslunarstjóri. Það gæti verið skýringin.” 

  Haraldur hedur áfram: 

  “Nú er hækkunin sumsé orðin tæplega 77% á þessu ca 4-5 mánaða tímabili. Ég ætla ekkert að skammast meira yfir þessu, langaði bara að biðja fólk um að fylgjast vel með verðlaginu. Þetta er því miður langt frá því að vera einsdæmi í þessari ágætu verslun sama hverju er um að kenna.”

  Auglýsing