BERRASSAÐUR Í BREIÐHOLTSLAUG

  Frá fréttaritara í Breiðholti:

  Lögreglan handtók undir kvöld mann í  vímu í Breiðholtslaug. Hann hafði borgað sig inn en fattaði þegar að hann kom inn að hann var án handklæðis og sundfata enda í vímu.

  Hann fór í alla opna skápa til að leita að sunddóti en fann ekkert nema sundlaugarvörð sem  stoppaði hann af hringdi í lögregluna sem handtók manninn en að sögn sundlaugarvarðar er þetta í annað sinn sem þessi maður er stoppaður án sundfata inni í lauginni.

  Færst hefur í vöxt að  stolið sé  handklæðum og sundfötum í Breiðholtslauginni og dæmi er um menn sem hafa komið í nýjum ECCO  skóm í sund hafi farið heim á sokkaleistunum.

   

  Auglýsing