ÆFINGIN GETUR BEÐIÐ

    Mæðgurnar Tinna Valdís og Alexandra Ýr.

    Ég á erfitt með að sitja á mér vegna þeirrar ákvörðunar um að opna megi líkamsræktarstöðvar aftur,”segir Alexandra Ýr Þorsteinsdóttir og lýsir áhyggjum sínum svona:

    “Þetta er Tinna Valdís, litla 7 ára mömmustelpan mín. Hún getur ekki hitt mömmu sína í 4 vikur, getur ekki knúsað mömmu sína, bróðir sinn og voffann sinn og enn 9 dagar eftir. Hún er Covid smituð og er föst í einangrun ásamt 5 öðrum smituðum fjölskyldumeðlimum sínum. Smit sem má rekja til hópsmits í líkamsræktarstöð. Ein líkamsræktarstöð, 55 smit og um 240 manns í sóttkví eða einangrun í kjölfarið.

    Áður en þið hlaupið til og reimið á ykkur æfingarskóna, langar mig að biðja ykkur að hugsa ykkur tvisvar um og hugsa hvort þessi æfing sé þess virði að eitthvað barn þarna úti og heilu fjölskyldurnar smitist, þín fjölskylda, litla frænka eða frændi, amma og afi, mamma og pabbi muni smitast bara því að þú gast ekki beðið með að fara á æfingu. Ég óska engu foreldri að þurfa að vera heilar 4 vikur í burtu frá barninu sínu eins og ég hef þurft að gera.Sýnum ábyrgð, samstöðu og verum skynsöm. Æfingin getur beðið.”

    Auglýsing