AÐSTOÐARKONA ÞORGERÐAR KATRÍNAR GEGN HATRI

    Maríu nóg boðið: "Fréttaflutningur og umræða um þetta karlmennskuspjall er svo önnur rotþró."

    “Við tökum tvö skref áfram og eitt afturábak aftur og aftur. Hatursglæpir og hótanir í garð homma, trans fólks og fatlaðs fólks að undanförnu setur í samhengi mikilvægi þess að ný ríkisstjórn raunverulega taki á þessum veruleika og tryggi öryggi fólksins okkar,” segir María Rut Kristinsdóttir aðstoðarkona Þorgerðar Katrínar formanns Viðreisnar.

    “Fréttaflutningur og umræða um þetta karlmennskuspjall er svo önnur rotþró. Og dæmi um hvað barátta fyrir kvenfrelsi vinnst hægt. Hvað það virðist vera erfitt fyrir samfélagið okkar að raunverulega standa með þolendum ofbeldis. Það hefur líklega aldrei verið jafn mikilvægt að mynda ríkisstjórn sem setur einum rómi jaðarsetta hópa samfélagsins í forgrunn. Með raunverulegum aðgerðum – ekki aðgerðaáætlunum. Því þær eru allar tilbúnar.”

    Auglýsing