AÐ GLEÐJA AÐRA MESTA KÚNSTIN

    “Frændi minn, Ófeigur Björnsson gullsmiður er borinn til grafar í dag. Hann var tákngervingur fyrir hönnun og list á Skólavörðustígnum og listalífið í miðbænum. Munir eftir Ófeig eru í eigu m.a. Hillary Clinton, Madeleine Albright og Ringo Starr,” segir Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir mannréttindalögfræðingur og fyrrum forsetaframbjóðandi.

    “Í minningargrein um hann í Morgunblaðinu segir: ,,Eitt sinn er ég opnaði sýningu í kjallara Norræna hússins mættu Ófeigur og Hildur eins og venjulega og eftir skoðun á myndunum kemur gullsmiðurinn til mín og segir: „Á þessari sýningu þinni, Siggi minn, eru tvær myndir á heimsmælikvarða!“ Svona var Ófeigur góður og uppörvandi og ég trúði honum alveg”. — Þetta eru falleg eftirmæli. Að gleðja aðra er kannski mesta kúnstin.”

    Auglýsing