Á NÆRBUXUNUM Í BREIÐHOLTSLAUG

    Fréttaritari í Breiðholti:

    Of algengt er að útlendingar á Íslandi átti sig ekki til fulls á reglum um sundfatnað sem í landinu gilda. Einn var þannig klæddur þegar að hann var á leið í sturtuklefann í Breiðholtslaug að baðvörður stoppaði hann af og sagði að hann gæti ekki farið í sund í svona fötum þetta, væri nærbuxur með klauf. Varð að snúa við og fá lánaða skýlu.

    Mannekla er víða á sundstöðum í höfuðborginni um þessar mundir og gerir það starfsfólki erfiðara en ella til að fylgjast með öllu – eins og þessu.

    Auglýsing