Á MÓTI BÍL EN EIGA HANN SAMT

  Rússajeppinn heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Svifryk er mikill skaðvaldur og þekki ég það vel. Sumir hata bíla hugsa bara um eigin rass og gefa lítið fyrir þarfir þeirra sem hafa minni göngugetu. Þeir hafa talið yfirvöldum trú um að flestir vilji bara spássera um borgin, ferðast með strætó eða hjóla.

  Steini skoðar myndavélina.

  Auðvitað er bara talað við unga fólkið sem getur ekki ímyndað sér að það verði gamalt og fótlúið hvað þá heldur að verða bundið við hjólastól.

  Það spyr aldrei hvernig borgin hafi sinnt götusópun. Það veltir því ekki fyrir sér að hluti svifryksins kemur frá hálendinu í miklum austanáttum og situr hér fast ef það er ekki hreinsað. Þeir vita að ef frasarnir um hræðilega einkabílinn og andstyggilegu naglana eru endurteknir nægjanlega oft verða þeir að sannleika í hugum margra.

  Ein af þessu ægilega góðu breytingu sem bílhatursmenn berjast fyrir eru að drita niður rafmagns hlaupahjólum um allt þvert yfir gangstéttir. Það skiptir ekki máli því fatlaðir geta jú bara haldið sig inni

  Ef ósk flestra borgarbúa er bíllaus lífsstíll, hvers vegna er fólk að borga stóran hluta tekna sinna í rekstur bíls?

  Auglýsing