KATALÓNSKUR SJÁLFSTÆÐISSINNI TIL FÆREYJA

  Local.fo / Færeyjum

  Carles Puigdemont, fyrrum leiðtogi sjálfstæðissinna í Katalóníu á Spáni, hefur þekkst boð um að halda fyrirlestur á þingi  færeyska Þjóðveldisflokksins í Norræna Húsinu í Færeyjum.

  Það var Magni Arge, sem situr á danska þinginu fyrir Þjóðveldisflokkin, sem bauð Carles að ávarpa þingið fyrr á þessu ári og í dag var tilkynnt að katalónski sjálfstæðissinninn væri væntanlegur til Færeyja á morgun.

  Auk Carles Puigdemont mun skoski þingmaðurinn  Kenneth Gibson ávarpa þingið. Carles Puigdemont mun vera vel að sér um samband Danmerkur og Færeyja og líklegt talið að hann muni brýna Færeyinga í baráttunni fyrir auknu sjálfstæði.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinKONA SEM SEGIR SEX