SAGT ER…

Heimir og Kristján.

…að háværar raddir séu meðal stuðningsmanna Eyjamanna í Pepsideild karla í knattspyrnu að  skipt verði um þjálfara eftir tapið gegn Fylki í síðasta leik og það á heimavelli. Enn eitt árið eru Eyjamenn í fallbaráttu en árangur liðsins undir stjórn Kristjáns Guðmundssonar hefur valdið miklum vonbrigðum. Á síðustu leiktíð bjargaði liðið sér fá falli á lokametrunum en varð bikarmeistari. Liðið á útileik gegn KR í Frostaskjóli og ef illa fer þá er rætt manna á milli í Eyjum að Heimi Hallgrímsssyini verði falið að stýra liðinu út tímabilið.

Auglýsing