SAGT ER…

Jóhann Helgi á Blind Raven og gómurinn sem fannst í traktornum.

…að Jóhann Helgi Hlöðversson veitingamaður á Blind Raven rétt við Selfoss hafi næstum gómað skemdarvarg en þó ekki alveg og segir:

Framin voru skemmdaverk á ástkærum John Deer traktornum okkar aðfaranótt miðvikudags þar sem hann stóð við verslunina Iceland á Vesturbergi. Svo virðist sem mögulegur gerandi hafi verið í annarlegu ástandi þar sem á vettvangi fannst tanngarður, líklega efri gómur. Eigandi tannanna, og eða þeir sem búa yfir upplýsingum um málið, vinsamlega hafið samband við undiritaðan. Tennurnar eru 12 talsins og virðast í ágætu standi. Endilega deilið Þessum pósti svo tennurnar rati á réttan munn. Bestu kveðjur Jóhann Helgi Hlöðversson Eigandi Jóhanns Helga & Co ehf.

Auglýsing