SAGT ER…

…að borist hafi póstur:

Hagspá Arionbanka, sem enginn veit hver á, minni á draugasögu úr íslenzkum  þjóðsögum:

“Þrátt fyr­ir að sumri sé tekið að halla í ís­lensku efna­hags­lífi er enn bjart yfir. Enn mun þó reimt á Kili og verðbólgu­skugg­ar til­bún­ir að lyft­ast og líða um..”
 
Þó vottar í lok hrakspánnar fyrir þeirri staðreynd að Verðbólgu-Móru er manngerður, en ekki náttúruóvættur, sem sagt að vístalan var sett  af silkiskotthúfum, og þær sömu skotthúfur geta breytt lögum til sárabóta fyrir mergsoginn  almenning, í stað þess að þjóna sem tilberar fjármagnseigenda:
 
Ekki er hlaupið að því að setja fram stýri­vaxta­spá, þar sem framtíð nú­ver­andi pen­inga­stefnu er óljós. Hvort hús­næðis­verð verði tekið út úr VNV [sic!] hvort fjár­mála­stöðug­leiki trompi verðstöðug­leika eða hvort kjöl­festa verðbólgu­vænt­inga haldi þegar á hólm­inn er komið mun allt skipta máli fyr­ir vaxtaþróun. Við spá­um óbreytt­um meg­in­vöxt­um út árið…“
Auglýsing