SAGT ER…

…að við Háskóla Íslands í samvinnu við  Keili sé kennt þriggja og hálfs árs nám til BS gráðu í tæknifræði. Svo mikil er aðsókn í námið og vegna hússnæðisskorts og  þrengsla á Ásbrú leitar Háskóli Íslands nú að hentugu húsnæði fyrir þetta nám. Upp  hefur komið sú hugmynd að leita til Hafnarfjarðarbæjar og kanna hvort að bærinn sé tilbúinn að leigja Háskólanum húsnæði Menntasetursins  við Lækinn í Hafnarfirði sem er í eigu bæjarins. Háskólinn hefur skrifað bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði með ósk um viðræður með það í huga að námið hefjist í Hafnarfirði  næsta haust.

Auglýsing