SAGT ER…

Steini pípari á jeppanum utan vegar.

…að Steini pípari sendi myndskeyti dagsins:

Umhverfissamtökin 4X4 hafa barist gegn utanvegaakstri með fræðslu og með því að setja stikur við vegaslóða. Alltaf eru einhver dekjaför utan slóða sem ekki eiga að vera og þá eru jeppamenn allir undir grun, líka þeir sem hafa barist gegn slíku.

Sum faranna eru nýleg og önnur eldri. Hvers vegna sést slíkur sóðaskapur. Rætt var við kvikmyndagerðarmann um umhverfisáhrif af kvikmyndagerð á tökustað. Hann sagði að það væri þeim metnaðarmál að geta notað staðinn aftur. Þeir legðu sig því fram að skila staðnum eins og þeir tóku við honum. Það er eins með flesta íslenska jeppamenn. Þeir fara á sömu staðina aftur og aftur og þeir kæra sig ekki um að þeir séu skemmdir af utanvegaakstri.

Útlendingar sem hingað koma fá litlar ábendingar um hvernig eigi að umgangast landið. Þeir leigja sér jeppa og í skilmálum er tekið fram að ekki megi fara upp á hálendið, en engu að síður gera þeir það. Þeir fá engar upplýsingar um bann við utanvegaakstri. Þeir sjá einhver för og telja sér heimilt að fara um allt eins og amerískir jeppamenn fara um sendnar strendur.

Hvað geta opinberir aðilar gert til að minnka þetta. Í fyrsta lagi ætti að vera mjög áberandi skilti á öllum vegum sem liggja að hálendinu um þetta bann. Það telst líka utanvegaakstur þegar menn krækja fram hjá forarpyttum eða snjósköflum á vorin. Vegagerðin gæti dregið úr þessu með því að fara fyrr í lagfæringar á F- vegum, ryðja snjó af þeim og bera ofan í þar sem aurbleyta er. Þá er nauðsynlegt að draga úr sýnileika fara eftir slíkan akstur með því að raka yfir og jafnvel færa til gróður í sárin.

Þá er nauðsynlegt að efla eftirlit. Íslenskir jeppamenn villa geta notið landsins sem minnst röskuðu af akstri utan vega.

Auglýsing