SAGT ER…

…að Gerður Helgadóttir læknaritari á Landsspítalnum sé ekki ánægð eftir heimsókn í Hagkaup í Garðabæ og sendi forráðamönnum verslunarinnar nótu:

“Er miður mín eftir uppákomu fyrir utan Hagkaup í Litlatúni í Garðabæ rétt í þessu. Á gangstéttinni fyrir framan verslunina sat ungur maður og spilaði á harmonikku, kurteis og glaðlegur. Þar sem ég er að keyra í burtu sé ég að út úr versluninni kemur starfsmaður og rekur manninn í burtu. Mér fannst ömurlegt að horfa upp á þetta og skil ekki af hverju maðurinn mátti ekki sitja þarna og spila, kannski einhverjum til ánægju, en ef til vill er grafarþögn þarna á malbikinu fyrir framan Hagkaup það sem allir þrá. Það verður alla vega bið á að ég versli þarna í framtíðinni.”

Auglýsing