SAGT ER…

Framsóknarmenn í Kópavogi.

…að lagt hafi verið til að skrifstofu Framsóknarflokksins á Digranesvegi 12 í Kópavogi verði breytt í 45 fermetra íbúð. Sjá nánar hér:

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Móheiðar HH. Obel, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttri notkun húsnæðis við Digranesvegi 12. Í breytingunni felst að atvinnuhúsnæði er beytt í 45 m2 íbúð. Uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 22. ágúst 2017. Á fundi skipulagsráðs 16. október 2017 var málinu hafnað. Lóðarhafi óskaði eftir endurupptöku byggingarleyfis vegna synjunar með bréfi, dags. 20. desember 2017. Bæjarráð samþykkti að endurupptaka málið og vísaði því til skipulagsráðs. Á fundi skipulagsráðs 5. mars 2018 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Digranesvegar 7, 8, 10, 12, 14, 16 og 16a, Vogatungu 22, 24, 26, 28, 30, 32 og 34, Vallartröð 1 og Neðstutröð 2. Athugasemdafresti lauk 7. maí 2018. Athugasemdir bárust. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 29. maí 2018. Niðurstaða Skipulagsráð – 29 Skipulagsráð hafnar tillögunni og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

 Theódóra Þorsteinsdóttir lagði fram eftirfarandi afgreiðslutillögu ásamt bókun:
“Ég óska eftir því að málinu verði frestað og óska ég eftir minnisblaði frá bæjarlögmanni um lögmæti þessarar afgreiðslu.
Bókun: 
Þar til deiliskipulag svæðisins liggur fyrir, þá ræðst landnotkun af ákvæðum aðalskipulags Kópavogs. Samkvæmt aðalskipulagi er Digranesvegur 12 íbúðarsvæði, “nokkuð fastmótuð byggð” og að “um sé að ræða þéttustu byggð Kópavogs með mjög blönduðum húsagerðum, þó mest fjölbýli”. Breyting á notkun húsnæðisins við Digranesveg 12 úr skrifstofuhúsnæði í íbúðarhúsnæði telst því ekki í andstöðu við aðalskipulag, miklu frekar þá samræmist umrædd ósk um breytingu algjörlega gildandi aðalskipulagi. Undirritaðri þykir ómálefnalegt að hafna breytingum á notkun hússins við Digranesveg  12.  Bæjarstjórn féllst á að fresta málinu

Auglýsing