SAGT ER…

…að afgreiðsla ADHD lyfja verður takmörkuð frá og með 1. júlí næstkomandi. Breytingin nær til örvandi lyfja, m.a. Concerta, Rítalín og Equasym en þessi lyf verða eftir 1. júlí eingöngu afgreidd ef framvísað er gildu lyfjaskírteini frá Sjúkratryggingum Íslands. Notendum lyfjanna er bent á að skírteinin þarf að endurnýja reglulega, en gildistími þeirra er mest átján mánuðir.

ADHD er skammstöfun fyrir Attention Deficit Hyperactivity Disorder. Á íslensku hefur þetta heilkenni verið nefnt athyglisbrestur með ofvirkni, skammstafað AMO og verður sú skammstöfun notuð í þessu svari. AMO stafar af truflun á starfsemi heilans sem veldur einbeitingarskorti, ofvirkni og/eða hvatvísi. Þetta hamlar viðkomandi heima fyrir, í skóla, meðal félaga, í vinnunni og samfélaginu almennt.

Auglýsing