EINKARUSLAHAUGUR Á BÍLASTÆÐI

  Sigurður Högn Jónsson, íbúi í  Reykjavík, hefur nokkrum sinnum kvartað yfir umgengni í sínu hverfi en ekkert gerist. Hann segir í bréfi til borgarinnar:

  „Kæra Reykjavík. Um mánaðaskeið hefur verið að myndast vænn ruslahaugur við horn Vesturgötu og Bræðraborgarstíg. Fyrir utan óþrifnaðinn og sjónmengunina er fnykurinn hræðilegur. Nú er búið að kvarta nokkrum sinnum til þín en ekkert gerist. Geta einstaklingar/verktakar í alvöru búið til einka-ruslahaug á bílastæði án þess að borgin geri nokkuð? Þetta er orðið vægast sagt óþolandi. Hvern þarf að tala við til að eitthvað gerist? Þarf einhver að deyja? Ég ætla svo ekki að byrja að tala um ástandið á húsinu við hliðina á haugnum sem er næturgeymsla fyrir erlenda verkamenn.“

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinBJARTMAR (66)
  Næsta greinSAGT ER…