SAGT ER…

Þóra og þotan sem hún ætlaði með til Danmerkur.

…að borist hafi póstur:

Mikið er að gera hjá Icelandair, svo mikið að fólk þarf jafnvel að bíða í 1 klukkustund eða lengur eftir þjónustufulltrúa og margir eru að tapa töskunum sínum, sérstaklega í Ameríkuflugi. En fátt er um svör vegna annríkis. Þóra Ólafsdóttir kennari í Heiðargerði kvartaði bréflega þar sem hún náði ekki sambandi:

“Langaði að láta ykkur vita af því að  þjónustan hjá ykkur er til háborinnar skammar. Pantaði  ferð til Danmerkur núna í síðustu viku og allt í góðu, var komið að því að borga um 82.000 krónur. En þá krassaði síðan þannig að ég fór inn á hana á ensku þar sem allt var í dollurum en þá kostaði sama ferð allt í einu 96.000 krónur. Bara af því síðan var á ensku! Svo er ég búin að hringja stanslaust í ykkur til þess að laga þetta en ég er alltaf á sama stað í röðinni sama hvað ég bíð lengi.”

Auglýsing