SAGT ER…

…að mikill gleðskapur verði á Hótel Holti milli klukkan 17 og 19 í dag, þriðjudaginn 12. júní, til að fagna nýútkominni þýðingu Gunnars Þorra Péturssonar og Ingibjargar Haraldsdóttur á Hinum smánuðu og svívirtu eftir rússneska skáldajöfurinn Fjodor Dostojevskí.

– Dagur Kári leikur undir borðum
– Gunnar Þorri les upp úr bókinni sem seld verður að vildarverði
– Léttar veitingar

Kokteilar og sjampanskí með slavneskri slagsíðu á kostakjörum.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir í koníaksstofu Holtsins.

Auglýsing