SAGT ER…

…að Leiktækniskólinn bjóði nú í fyrsta sinn upp á nýja tegund af námskeiði fyrir leikara og áhugafólk um leiktækni fyrir kvikmyndir og sjónvarp.

Hugmynd að kvikmynd er þróuð frá grunni og unnin áfram af nemendum út námskeiðið þar til úr verður lítil kvikmynd. Kvikmyndin verður svo sýnd nokkrum vikum síðar í Bíó Paradís fyrir nemendur, aðstandendur og velunnara en einnig verður hægt að sækja sér myndina til eignar á vef skólans.

Leikararnir Magnús Jónsson og Þorsteinn Bachmann opna reynslubankann og leiða ferlið á þessu spennandi námskeiði. Báðir er þeir landsþekktir fyrir sín störf síðastliðin tuttugu og fimm ár í kvikmyndum og sjónvarpi. Þorsteinn hefur leikið í á þriðja tuga mynda, bæði hér heima og erlendis og hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir leik sinn m.a. fyrir hlutverk Móra í Vonarstræti og Konráðs í Undir trénu. Hann starfar einnig sem leikstjóri og kennari. Magnús er einna þekktastur fyrir að leika Loga í Rétti-Case sjónvarpseríunum. Hann starfar einnig sem listmálari og tónlistarmaður og leggur nú lokahönd á sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd. Þeir Magnús og Þorsteinn hafa rekið Leiktækniskólann við miklar vinsældir undarfarin sjö ár.

Námskeiðið stendur í 2 vikur.
Mánudags- fimmtudagskvölds 2 til 5 júlí (fyrri hluti) og 9 til 12 júlí (seinni hluti) 19.00 til 23.00 – 8 skipti alls.
Verð kr. 100 þúsund.
Takmarkaður nemendafjöldi – 16 ára aldurstakmark.

Auglýsing