SAGT ER…

Bjarni Sigtryggsson fjölmiðlamaður og fyrrum sendiráðsritari í Moskvu er ekki ánægður með dekkjaverkstæði N1 á Ægisíðu þangað sem hann fór með bíl sinn í dekkjaskipti og bað um kortaafslátt en þar sem hann var ekki með kortið á sér fékk hann bara hálfan afslátt þó svo að kennitala hans í kassa hafi staðfest að hann væri korthafi.

“Af hverju bara hálfan afslátt,” spurði hann.

“Það kennir fólki að vera alltaf með kortið á sér,” sagði dekkjamaðurinn.

Bjarni: “Bless N1.”

Auglýsing