Það eru ekki margir sem hafa búið í sömu íbúðinni í sömu blokkinni í meira en hálfa öld. En það á við um hjónin Baldur Sveinsson og Kristínu Ingu Jónsdóttur sem segir um þessa gömlu mynd af Breiðholti í byggingu:
“Háa blokkin er að öllum líkindum Aspar- og Æsufellið í smíðum um 1971. Við hjónin fluttum í Asparfellið 20. maí 1972 og viljum hvergi annars staðar búa. Langa blokkin fremst er Þórufellið.”