50 MILLJÓNIR Í BORGARHÁTÍÐIR

    Á  fundi  menningar – íþrótta og  tómstundaráð Reykjavíkur fyrr í haust var  svohljóðandi  tillaga  samþykkt:

    Lagt er til að sex hátíðir í Reykjavík hljóti viðurkenninguna Borgarhátíð Reykjavíkur 2020-2022. Þær eru: Hinsegin dagar – Reykjavík Pride, Hönnunarmars, Iceland Airwaves, RIFF – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, Myrkir músíkdagar og Reykjavík Dance Festival. Gerður verði samstarfssamningur til þriggja ára sem felur í sér markmið um starfsemi, þróun og rekstur með tilskyldum fyrirvörum um samþykktfjárhagsáætlunar hverju sinni. Framlög til hátíðanna nemi samtals 50 milljónum króna á ári og skiptist með eftirfarandi hætti: Hinsegin dagar – Reykjavík Pride 10 milljónir, Hönnunarmars 10 milljónir, Iceland Airwaves 10 milljónir, RIFF – Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík 10 milljónir, Myrkir músíkdagar 5 milljónir og Reykjavík Dance Festival 5 milljónir.

    Tillagan var lögð fram í borgarráði í gær.

    Auglýsing