SAGT ER…

…að Tómas Hilmar Ragnarz veitingamaður í Orange Café  í Ármúla sé hættur að selja viðskiptavinum sýnum eldislax: Orange Café mun framvegis ekki bjóða upp á eldislax sem alinn er upp í gömlum úreltum sjókvíum sem gera ekkert annað en að eyðileggja og menga umhverfið okkar. Við erum hætt frá og með deginum í dag. Það verður hvorki boðið upp á ferskan, grafinn eða reyktan lax. Við ætlum ekki að taka þátt í þessu og ætlum að sýna það í verki. Við höldum samt áfram að bjóða upp á aðrar fisktegundir sem eru veiddar á sjálfbæran hátt í hæsta gæðaflokki.

Auglýsing